Translate to

Fréttir

Launahækkanir á almenna vinnumarkaði hjá Verk Vest gilda frá 1. apríl

Laun félagsmanna Verk Vest á almennum vinnumarkaði sem starfa á taxtalaunum samkvæmt kjarasamningum félagsins við Samtök atvinnulífsins hækkuðu um kr. 24.000 þann 1. apríl 2020. Almenn launahækkun til þeirra sem ekki eru á taxtalunum samkvæmt launatöflu hækka um kr. 18.000 frá sama tíma. Aðrir launaliðir sem kveðið er á um í kjarasamningi, svo sem bónusar í fiskvinnslu, hækkuðu um 2,5%.

Hækkanir á launum eiga að koma til útborgunar á öll laun fyrir aprílmánuð og út samningstímann.

Félagsmönnum Verk Vest er bent á að fylgjast sérstaklega vel með að umsamdar launahækkanir skili sér inn á launareikninga og birtist með réttum hætti á launaseðlum aprílmánaðar.

Í samræmi við ofangreindan kjarasamning gildir einnig eftirfarandi frá 1. apríl 2020.

  • Lágmarks mánaðartekjur fyrir fullt starf í dagvinnu fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki hækkar og er kr. 335.000 frá 1. apríl.
  • Starfsmenn fá 51.000 kr. í orlofsuppbót 1. júní 2020, miðað við fullt starf.
  • Starfsmenn fá 94.000 kr. í desemberuppbót ekki síðar en 15. desember 2020, miðað við fullt starf.

Launataxtar verkafólk - almenni markaðurinn ( SGS )

Launataxtar ferðaþjónusta og veitingar - almenni markaðurinn ( SGS )

Launataxtar verslunar og skrifstofufólks ( LÍV/VR )

Launataxtar iðnaðarmanna ( Samiðn )

Deila