Translate to

Fréttir

Launatafla starfsmanna smábátaútgerða komin á heimasíðu Verk Vest

Fiski landað á Hólmavík Fiski landað á Hólmavík

Launatafla starfsmanna smábátaútgerða hefur nú verið birt á heimasíðu Verk Vest, en samningar hafa náðst við Landssamband smábátaútgerða og Samband smærri útgerða. Kjarasamningurinn inniheldur afturvirkni launabreytinga frá 1.febrúar sl. þannig að starfsmenn eiga von á leiðréttingu með næstu launagreiðslu.

Kjarasamningurinn er byggður á þeirri launastefnu sem Starfsgreinasambandið markaði í Stöðugleika- og velferðarsamningnum sem undirritaður var 7.mars sl. Meginmarkmið Stöðugleika- og velferðarsamningsins er að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta, sem er mikið hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Jafnframt er markmið samningsins að auka kaupmátt launafólks, skapa fyrirsjáanleika í efnahagslífinu, draga úr verðbólguvæntingum og styrkja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Samningur þessi kveður einnig á um framleiðniauka til alls launafólks, sem byggir á mældri framleiðni, og kauptaxtaauka á kauptaxta kjarasamninga sem tryggja að laun fylgi launaþróun í landinu þrátt fyrir hóflegar kauphækkanir.

Kjarasamningurinn er í ritstjórn og verður birtur eftir yfirferð.

Launatöflu starfsmanna smábátaútgerða má sjá hér.

Deila