Translate to

Fréttir

Launataxtar og reiknivél á vefnum

Eins og kunnugt er tók launaþróunartrygging gildi þann fyrsta þessa mánaðar, ásamt hækkunum á lágmarkstöxtum. Launaþróunartryggingin tekur til þeirra sem eru á persónubundnum launum, hærri en lágmarkstaxtar kjarasamnings. Laun þeirra skulu að hækka um a.m.k. 3,5% frá og með 1. nóv. s.l. Viðmiðunartímabil er 1. jan 2009 - 1. nóv. 2009. Hafi laun ekki hækkað á þessu tímabili, eða um minna en 3,5%, á viðkomandi launþegi rétt á því sem á vantar.

Við höfum sett inn á vefinn reiknivél í formi excel-skjals þar sem hver og einn getur gengið úr skugga um hve mikið launin hafa hækkað í prósentum á viðmiðunartímabilinu og hve mikið vantar upp á 3,5%, ef eitthvað er.

Reiknivélin er hér, en einnig er aðgangur að henni undir Tilkynningar í hægri dálki.

Einnig eru komnar á vefinn kaupgjaldsskrár Verk-Vest vegna landverkafólks skv. samningi við SA, starfsmanna ríkisstofnana og starfsmanna sveitarfélaga.  Aðrir launataxtar eru væntanlegir á vefinn von bráðar.
Leiðin til þeirra liggur eins og áður um dálkinn til vinstri: Kjaramál/Kaupgjaldsskrár.

Deila