Translate to

Fréttir

Leggur þú þitt af mörkum !

Þann 16. maí sl. var undirritaður „Samstarfssamningur um vettvangsheimsóknir á vinnustaði"  milli ASÍ, SA og RSK.  Markmið samstarfssamningsins er að með virkum hætti sé lögð áhersla á mikilvægi reglufestu og reglufylgni og stuðla þannig að heilbrigðari starfsháttum. Með því að stuðla að bættri tekjuskráningu, að starfsmenn séu skráðir á launaskrá og að formreglur séu á annan hátt haldnar. Tryggja betir skil á opinberum gjöldum ásamt lögboðnum og samningsbundnum framlögum til lífeyrissjóða og stéttarfélaga eigi sér stað með réttum hætti. Samhliða leiðbeiningum um skyldur smærri og meðalstórra fyrirtækja verði lögð rík áhersla á að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi. Verkefnið Felur í sér að kanna og fylgja því eftir að atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum.

Verkefnaskipulag verður í meginatriðum þannig að tekin verði fyrir annars vegar staðbundin starfsemi og hins vegar valdar atvinnugreinar. Framvinda verkefnisins er í höndum verkefnisstjórnar er stýrir vali verkefna og ákveður fyrirkomulag að öðru leyti. Sérstök áhersla verður lögð á ferðaþjónustu og bygginga- og verktakastarfsemi en einnig verður ábendingum frá almenningi og eftirlitsfulltrúum ASÍ/SA fylgt eftir.

Verkefnið mun eins og fyrri samstarfsverkefni framangreindra aðila bera yfirskriftina „Leggur þú þitt af mörkum?". Verkefnið verður kynnt formlega á næstu dögum og mun fara í fullan gang í byrjun júní.

Deila