Þau leiðu mistök vöru gerð í verðkönnun, sem Verk Vest lét gera í verslunum á Vestfjörðum mánudaginn 27. febrúar, að rangt kílóverð var reiknað í tveimur tilvikum. Var í könnuninn tiltekinn verðmunur á strásykri hjá Hólakaupum á Reykhólum en var hann ódýrastur á 198
kr./kg. hjá Bónus á Ísafirði og sagður dýrastur á 779 kr./kg. hjá Hólakaupum á Reykhólum. Hið rétta er að kílóverð á strásykri hjá Hólakaupum er kr.389
sem er 191 kr. verðmunur eða 96%.
Var í könnuninn tiltekið að mestur verðmunur á maísbaunum hafi verið hjá Bjarnabúð í Bolungavík. En maísbaunirnar voru ódýrastar á 226 kr./kg. hjá Bónus á Ísafirði og sagðar dýrastar
á 1.011 kr./kg. hjá Bjarnarbúð í Bolungarvík. Hið rétta er að kílóverð á maísbaunum hjá Bjarnabúð er 847 kr./kg og verðmunurinn því 621 kr./kg. eða 275%. Þessi mistök hafa nú verið leiðrétt í fréttinni hér á síðuni.