Lífeyrisgáttin
Algengt er að fólk eigi réttindi í mörgum lífeyrissjóðum, til dæmis frá þeim tíma þegar það vann með námi hér og þar. Aðrir hafa skipt oft um starf á ferlinum og skipt þá gjarnan um lífeyrissjóð í leiðinni.
Hingað til hafa sjóðfélagar fengið send yfirlit um hvar þeir eiga lífeyrisréttindi en orðið að sækja sjálfir upplýsingar um hver þau réttindi nákvæmlega eru frá fyrri tíð. Nú opnast þeim greið leið með Lífeyrisgáttinni að þessum upplýsingum og má tengjast í gegnum flipa hér til hægri á síðunni.