Fanney Pálsdóttir ráðgjafi Virk segir frá starfsemi sjóðsins
Hluti lífsleiknihópsins eftir heimsóknina
Tekið hefur verð upp á þeirri nýbreytni við kennslu í Lífsleikni við Grunnskóla Ísafjarðar að kynna nemendum atvinnulífið á Ísafirði. Einn liður í þeirri kennslu var að fræðast um starfsemi Verk Vest og mætti flottur hópur af nemendum í 9 bekk á skrifstofu félagsins þar sem formaður Verk Vest tók á móti hópnum og fræddi um starfsemina. Var einnig farið stuttlega yfir uppbyggingu stéttarfélaga og kjarasamninga ásamt því að ráðgjafi stéttarfélaganna hjá Virk á Vestfjörðum sagði frá sínu starfi. Þessi flotti hópur var mjög áhugasamur og spurði um margt sem tengdist kjarasamningum og kom það formanni á óvart hvað þau virtust vel með á hvaða starf færi fram hjá Verk Vest. Félagið fagnar þessari nýbreytni í skólastarfinu og vonast til að framhald verði á, en þess má geta að gott samstarf hefur verið við Vinnuskólana á svæðinu um fræðslu til vinnuskólakrakka er varðar þessa samfélagsfræðslu.