Translate to

Fréttir

Margir bóksalar neita þátttöku í jólabókaverðkönnun – óttast verðsamanburð við matvöruverslanir

mynd. RUV.IS mynd. RUV.IS

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á jólabókum í 7 bókabúðum og matvöruverslunum víðsvegar um landið sl. þriðjudag. Kannað var verð á 70 bókatitlum, sem eru í bókatíðindum 2014. Penninn-Eymundsson, A4, Mál og menning Laugavegi og Iða Lækjargötu töldu það ekki þjóna hagsmunum sínum að verðlagseftirlitið upplýsi neytendur um verð í þeirra verslunum.

Oftast var á milli fjórðungs og helmings verðmunur á hæsta og lægsta verði milli verslananna. Lægsta verðið var oftast að finna í verslun Bónus Korputorgi eða á 51 titlum af 70 og hjá Nettó Mjódd á 12 titlum. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Hagkaupum Skeifunni á 30 titlum, hjá Forlaginu Fiskislóð á 23 titlum og hjá Bóksölu stúdenta á 20 titlum.

Hér má má lesa nánar um verðkönnun ASÍ 

Deila