Translate to

Fréttir

Matvöruverð heldur áfram að hækka !

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað milli verðmælinga verðlagseftirlitsins í mars og nýjustu mælingarinnar nú um miðjan júní (9.vika og 25.vika). Á þessu þriggja mánaða tímabili hækkaði vörukarfan frá 1,4% til 4,4% hjá öllum verslunarkeðjum nema Krónunni en þar má sjá örlitla lækkun. Hækkanir eru í öllum vöruflokkum hjá flestum verslunum nema í kjötvörum, en þar lækkar verð hjá 6 verslunum af 8.

Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði mest hjá Samkaupum-Strax (4,4%), Hagkaupum (3,4%), Samkaupum-Úrvali og Bónus (3,2%), Nettó (2,2%), 10/11 (1,7%) og hjá Nóatúni um (1,4%). Hjá Krónunni lækkaði verðið örlítið milli mælinga eða um (-0,1%).


Verðkönnun ASÍ má finna hér.
Deila