Translate to

Fréttir

Miðfell úrskurðað gjaldþrota - 40 Verk-Vest félagar missa vinnuna

Starfsfólk Miðfells mætt til fundar hjá Verk Vest Starfsfólk Miðfells mætt til fundar hjá Verk Vest

Á fundi með starfsfólki rækjuverksmiðju Miðfells á Ísafirði, tilkynnti Elías Oddsson framkvæmdarstjóri um þá ákvörðun stjórnar Miðfells að óska eftir að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskifta. Þetta mun haf þær alvarlegu afleiðingar í för með sér að um 40 manns muni missa vinnuna ef skiftastjóri kýs að halda ekki áfram rekstri Miðfells. Þrátt fyrir að starfsfólki hafi fyrr í þessari viku verið tilkynnt um ótímabundið vinnslustopp og jafnvel grunað að svona gæti farið, þá var því brugðið við þessar fréttir. Fyrir hönd Verk Vest sátu Finnbogi Sveinbjörnsson og Pétur Sigurðsson fundinn, en þeirra hlutverk var fyrst og fremst að vera starfsfólki innan handar varðandi leiðbeiningar um framhaldið, bæði hvað varðar ógreidd laun og skráningu hjá svæðisvinnumiðlun til atvinnuleysisbóta. Þá var ákveðið að starfsfólk Miðfells kæmi til skrafs og ráðagerða á skrifstofu Verk Vest kl10:00 mánudaginn 2. júlí n.k.


Nú hefur gjaldþrotaúrskurður verið kveðinn upp og þar með missa um 40 félagsmenn Verk-Vest lífsviðurværi sitt. Félagið mun sjá um kröfugerð á hendur þrotabúinu fyrir hönd félagsmanna og vera þeim innan handar á allan hátt vegna þessa áfalls.

Deila