Translate to

Fréttir

Miðstjórn ASÍ ályktar um skattamál

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af umfangi skattahækkana en það er mun meira en boðað var við gerð stöðugleikasáttmálans.


Mikilvægt er að breytingar á sköttum einstaklinga verði með þeim hætti að þeim tekjulægstu verði hlíft sem kostur er. Miðstjórn varar sérstaklega við þeim áhrifum, sem hækkun neysluskatta hefur á rekstur og skuldir heimilanna. Jafnframt bendir miðstjórn á að miklar skattahækkanir leiða til meiri samdráttar í atvinnulífinu með skerðingu á kjörum og auknu atvinnuleysi.


Miðstjórn ASÍ mótmælir boðuðum breytingum á skattlagningu tekna sjómanna og bendir á að við gerð stöðugleikasáttmálans í vor var því heitið að ekki yrði „gripið til lagasetninga eða annarra stjórnvaldsaðgerða sem hafa bein áhrif á innihald kjarasamninga eða kollvarpa með öðrum hætti þeim grunni sem kjarasamningar byggja á" eins og þar segir.

Deila