Translate to

Fréttir

Miðstöð munnlegrar sögu - góður gestur á ferð

Góðan gest bar að garði í þesari viku til okkar á Verkalýðsfélagi Vestfirðinga. Hér er á ferðinni Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur, sem vinnur að sérstöku verkefni á vegum Alþýðusambands Íslands við að taka viðtöl við fólk úr verkalýðshreyfingunni víðsvegar um landið.  Verkefnið er unnið í samstarfi við stofnun á vegum Háskóla Íslands sem nefnist Miðstöð munnlegrar sögu.

 

Þorgrímur hefur tekið viðtöl við forystumenn úr verkalýðsfélögum á Vestfjörðum um störf þeirra og viðhorf til verkalýðsmála.  Viðtölin verða varðveitt og notuð sem heimildir í sögu Alþýðusambands Íslands og sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum, sem nú er unnið að.

 

Á myndinni sést Þorgrímur Gestsson ásamt Sigurði Péturssyni sagnfræðingi ræða við Jóhann Bjarnason fyrrverandi formann Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda á Suðureyri.

Deila