Miklar hækkanir á matvörukörfunni á einu ári
Á einu ári hefur vörukarfa ASÍ hækkað um 2,3%-15,6% í átta verslunarkeðjum en vörukarfan endurspeglar almenn matarinnkaup meðal heimils. Í sex verslunarkeðjum af átta hækkar vörukarfan um yfir 5%. Mest hækkaði vörukarfan í Kjörbúðinni eða um 15,6% og næst mest í Krambúðinni um 13,6%. Minnst hækkaði verðið í Tíu ellefu á tímabilinu, 2,3% og næst minnst í Iceland um 3,4%. Til samanburðar hækkaði verð á mat- og drykkjarvörum í vísitölu neysluverðs um 4,86% frá maí 2019- maí 2020.
Minnstar verðhækkanir hjá Bónus af lágvöruverðsverslununum
Þegar verð hjá lágvöruverðsverslununum er skoðað má sjá minnstar verðhækkanir í Bónus en þar hækkaði verð um 5,2% á meðan verð hækkaði um 7,9% í Nettó og 9% í Krónunni.
Vörukarfan hækkar um 15,6% í Kjörbúðinni og 13,6% í Krambúðinni