Misjafnar breytingar á gjaldskrám sveitafélaga á Vestfjörðum
Formaður Verk Vest beindi þeim tilmælum til sveitastjórnarmanna á Vestfjörðum í bréfi þann 13. nóvember 2013 að halda aftur af gjaldskrárhækkunum sveitafélaganna. Allmörg sveitafélög á vestfjörðum urðu við þessum tilmælum og hafa haldið aftur af hækkunum sumra gjaldskrárliða til almennings. En á sama tíma hafa önnur sveitafélög boðað almennar gjaldskrár hækkanir frá 2,5% til 5% nú um síðustu áramót. Í umræðunni var sérstaklega tekið til að máltiðir í skólum og leikskólum á vegum stærstu sveitarfélaganna myndu ekki hækka. Það skýtur því skökku við að hjá stærsta sveitafélaginu, Ísafjarðarbæ, skuli máltíðir og þjónustugjöld til eldri borgara sem búa á Hlíf hækka um tugi prósenta.
Samkvæmt upplýsingum frá íbúa á Hlíf er nefnt sem dæmi að fæðisgjald á Hlíf hafi hækkað úr kr. 23.635 í október 2012 í kr. 28.080 frá 1. janúar 2014 eða um 15,8%. Slíkt skítur mjög skökku við þar sem heimsmarkaðsverð á hrávöru lækkaði mjög mikið á síðari hluta árs 2013 ásamt nokkurri styrkingu krónunnar. Hvort það eru byrgjar sem halda vöruverði áfram alltof háu skal ósagt látið. Einnig vildi sami einstaklingur upplýsa að gjald fyrir þrif hafi hækkað úr réttum 11.000 krónum í desember 2013 upp í kr.13.733 frá 1. janúar 2014 sem er um 20% hækkun. Ekki hefðu laun starfsfólks við þrif hækkað né væri verið að þrífa meira en fyrir hækkun.
Félagið gerði stutta könnun á því hvernig gjaldskrár til almennings hjá sveitafélögum á Vestfjörðum breyttust nú um áramót.
Hjá Ísafjarðarbæ var fallið frá 4% hækkun á félags- og fræðslumál, var þar horft sérstaklega til máltíða í grunn- og leikskóla. Hjá Súðavíkurhreppi hækkuðu skólamáltíðir og gjald í aukadagvistun um 5%. Hjá Strandabyggð og Reykhólahreppi hækkuðu allir gjaldskrárliðir sem nemur vístöluhækkun eða um 3,7%. Hjá Kadrananeshreppi fengust þær upplýsingar að hitaveita og sorpgjöld hefðu hækkað um 5% en leikskólamáltíðir myndu ekki hækka. Í Vesturbyggð var tilkynnt að leikskólagjöld, matargjald á leikskóla og skólamáltíðir myndu hælkka um 2,5%. Gjaldskrá í tónlistarskóla var lækkuð ásamt því að sveitafélagið myndi áfram veita rílegan afslátt af gjaldskrám til barnafjölskyldna í sveitafélaginu.
Bolungavíkurkaupstaður samþykkti að falla frá fyrirhugaðri 3% gjaldkrárhækkun til almennings og hjá Tálknafjarðarhreppi fengust þær upplýsingar að ekki væru fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrám til almennings.