Mjög góð þátttaka og vel heppnuð 1. maí hátíðarhöld
Fjölmenni mætti í kröfugöngu stéttarfélaganna á 1. maí sem hófust á Ísafirði kl.11.00 í morgun. Blíðvirði er á Vestfjörðum og skörtuðu byggðirnar sínu fegursta í morgunsárið. Fyrsta maí nenfdin á Ísafirði hafði 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna að leiðarljósi og báru konur uppi hátíðardagskrána. Fremst í flokki að öðrum ólöstuðum fór Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR sem var aðalræðumaður dagsins. Kjarnyrtan pistil dagsins fulli okkur Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt. Á Suðureyri flutti Lílja Rafney Magnúsdóttir alþingiskona ræðu dagsins að vanda. Þá voru flutt söngatriði sem konur sá alfarið um en að þeim loknum bauð fyrsta maí nefndin upp á kjötsúpu.
Verkalýðsfélag Vestfirðinga sendir Vestfirðingum sem og landsmönnum öllum baráttukveðjur á alþjóðlegum baráttudegi launafólks 1. maí. Stöndum öll saman að bættum kjörum og jöfnuði á vinnumarkaði.