föstudagurinn 23. september 2011

Mjólkina heim !

Frá trúnaðarráðsfundi Verk Vest
Frá trúnaðarráðsfundi Verk Vest
Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Vestfirðinga lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Mjólkursamsölunnar  að áfram eigi að þrengja að þjónustu við íbúa á Vestfjörðum og nú með fækkun ferða með mjólkurafurðir. Ekki hafi verið nóg að skera niður starfsemina þannig að eingöngu eru 3 stöðugildi hjá MS á Vestfjörðum heldur megi gera ráð fyrir að MS ráðist í að taka niður nýleg og fullkomin tæki sem búið var að koma upp í Mjólkustöðinni á Ísafirði. Þessi tæki hefði jafnvel mátt nýta til annarskonar matvælavinnslu og skapa þannig fleiri störf en voru skorin niður eftir að MS hélt innreið sína á Vestfirði.

Mjólkurframleiðendur á Vestfjörðum eru ofurseldir því að MS er í einokunaraðstöðu hvað afurðarsölu varðar og hafa ekki í önnur hús að vernda með afurðirnar. Kjósi MS að hætta þjónusta þá neyðast þeir til að bregða búi og þá munu Vestfirðingar horfa á eftir mjólkurkvóta fjórðungsins suður yfir heiðar.  Stjórn og trúnaðarráð Verk Vest vill að öllum ráðum verði beytt til að halda mjólkurkvótanum í héraði og vinnsla Mjólkur verði endurvakinn á Vesfjörðum og skapa með því fleiri störf. Rétt er að benda á að hjá Mjólkursamlaginu á Ísafirði störfuðu 10 - 12 manns áður en MS tók yfir rekstur stöðvarinnar.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.