Translate to

Fréttir

Munið helgarferðina á Snæfellsnes

Lóndrangar Lóndrangar
Gatklettur við Arnarstapa Gatklettur við Arnarstapa
Við minnum á helgarferð félagsins á Snæfellsnes 13. - 15. ágúst. Snæfellsnes er rómað fyrir náttúrufegurð og þar eru fjölbreytilegri jarðmyndanir en á flestum öðrum stöðum. Yst á nesinu er einn af þremur þjóðgörðum landsins og sá eini  sem liggur að sjó. Þar er að finna margar merkilegar minjar um sjósókn fyrri tíma.

Ótal sérstæðir og fagrir staðir verða á vegi þeirra sem fara í þessa ferð, t.d. Arnarstapi, Lóndrangar og Þúfubjarg, þar sem Kolbeinn Jöklaskáld kvaðst á við Kölska forðum og Djúpalónssandur og Dritvík sem geyma minjar um merkilega útgerðarsögu. Yfir öllu þessu gnæfir Snæfellsjökull, eitt af formfegustu fjöllum Íslands, sem margir telja óþrjótandi orkuuppsprettu.

Lagt verður afstað frá Ísafirði eftir hádegi á föstudag og ekið að Laugum í Sælingsdal þar sem verður gist. Á laugardag verður farin hringferð um nesið og síðan gist í Stykkishólmi. Farið verður í heimsókn í Bjarnarhöfn á sunnudag og að því búnu farið með Baldri yfir Breiðafjörð.

Enn eru nokkur sæti laus og félagsmenn eru hvattir til að nota tækifærið. Í landslagi og náttúrufari Snæfellsness er margt að finna sem jafnvel Vestfirðingum mun þykja mikið til um.

Nánari upplýsingar um ferðatilhögun hér.
Deila