Translate to

Fréttir

Námskeið: Streita, álag og kulnun

Mynd: Félagsmálaskóli Alþýðu Mynd: Félagsmálaskóli Alþýðu

Félagsmálaskóli Alþýðu beitir sér fyrir styrkingu starfsfólks á vinnumarkaði og býður nú upp á námskeið til að fyrirbyggja og takast á við streitu álag og kulnun.

Streita, álag og kulnun 
- Fræðsla og vinnustofa með virkri þátttöku (fjarnámskeið)

Lærðu hagnýtar leiðir til að stýra álagi, minnka streitu og fyrirbyggja kulnun í lífi og starfi með Steinunni Ingu, sérfræðingi í streitustjórnun. 

Á þessari stuttu vinnustofu mun Steinunn fara yfir fjölbreytt verkfæri til að efla vellíðan og stjórna streitu. Farið verður sérstaklega í streitu- og álagsstjórnun með áherslu á praktísk ráð og verkfæri sem þú getur nýtt strax.

Meðal efnis: „Flýtum okkur hægt“ og notum „gula ljósið“ Öndun sem streitustjórnunartæki Hlutverkatogstreita og mikilvægi marka Hlustum á varúðarbjöllur og fyrirbyggjum kulnun

Leiðbeinandi: Steinunn Inga Stefánsdóttir, MSc í streitufræðum og viðskiptasálfræði.

Skráningu lýkur 9. október kl. 12:00
Þeir sem skrá sig fá hlekk á Zoom í tölvupósti deginum áður en námskeiðið hefst.

Náðu tökum á streitu og álagi í dag!

Upplýsingar

  • Dagsetning: 10/10/2024 – 10/10/2024
  • Tími: 09:00 – 12:00
  • Staður: Fjarkennsla á vefnum í gegnum Zoom
  • Verð: 14900 ISK

ATHUGIÐ AÐ FÉLAGSMENN VERK VEST GETA SÓTT UM FRÆÐSLUSTYRK TIL NIÐURGREIÐSLU Á NÁMSKEIÐSGJALDI.

Deila