mánudagurinn 24. október 2011

Námskeið í almannatengslum og markaðsmálum

Mynd. markadsmenn.is
Mynd. markadsmenn.is
Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Verk Vest í samstarfi við Gústaf Gústafsson forstöðumann Markaðsstofu Vestfjarða bjóða upp á námskeið í almannatengslum og markaðsmálum. Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa við, eða vilja starfa við markaðssamskipti. Tilgangur námskeiðisins er að kynna þátttakendum helstu áherslur og leikreglur. Markmiðið er að auka skilning á þeim leiðum sem best nýtast auk þess að fjalla um verkefni sem hafa náð framúrskarandi árangri hér á landi.
Námskeiðin eru 4,5 tímar og er boðið upp á tvær dagsetningar 5. nóvember ( laugardagur) kl. 10 - 15.30 og 8. nóvember ( þriðjudagur ) kl.10 - 15.30. Þáttökugjal er kr.9.900 og er léttur hádegisverður og gagnamappa innifalin í námskeiðsgjaldinu. Rétt er að benda á að hægt er að þeir félagsmenn Verk Vest sem hyggjast sækja námskeiðið eiga rétt á námsstyrk samkvæmt reglum viðkomandi fræðslusjóðs. Nánari upplýsingar um fræslusjóði Verk Vest má sjá hér. Hægt er að staðfesta þátttöku með því að fara á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og skrá sig þar.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.