Félagsmálaskóli Alþýðu og Fræðslumiðstöð Vestfjarða standa fyrir námskeiði í Fjármálalæsi - Fjármál heimilanna. Námskeiðið, sem verður í samstarfi við Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Ísafjarðarbæ, Vesturbyggð og Strandabyggð, er þátttakendum að kostnaðarlausu. Kennslan fer fram í húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði og er ætlunin að tengjast nemendum á Hólmavík og Patreksfirði með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur meðvitaðri um eigin fjármál, þá verða einnig unnin verkefni í tengslum við námsefnið en kennari á námskeiðinu er Henný Hinz hagfræðingur hjá ASÍ.
Skráning fer fram hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða
www.frmst.is eða í síma 4565025 einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið
frmst@frmst.is Tilkynna þarf þátttöku fyrir 25. nóvember nk.