Námsstyrkir til Sjómanna
Samkvæmt kjarasamningi eru fjögur námskeið hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg EKKI styrkhæf hjá Sjómennt. Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga sjómanna ber útgerð að greiða þáttökukostnaðinn. Neiti útgerð að greiða eru sjómenn að sjálfsögðu hvattir til að leita réttar síns hjá viðkomandi stéttarfélagi.
Eftirtöld námskeið hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu eru EKKI styrkhæf og ber útgerð að greiða þátttökukostnað:
- 1. GRUNNÖRYGGISFRÆÐLA STCW10 A-VI/1
- 2. ENDURMENNTUNARNÁMSKEIÐ STCW10 AVI/1
- 3. ÖRYGGISFRÆÐSLA SMÁBÁTA
- 4. ENDURMENNTUN SMÁBÁTASJÓMANNA
Eins og gjarnan tíðkast hjá öðrum starfsmenntasjóðum þá er ekki uppsafnaður réttur hjá Sjómennt. Noti félagsmaður ekki styrkinn á 12 mánaða tímabili þá fyrnist réttur hans. Félagsmenn þurfa að sækja um styrkinn og senda inn viðeigandi gögn innan 12 mánaða frá námskeiði/námi.
Hægt er að sækja um styrk fyrir kaupum á hjálpartækjum vegna rit- og lesörðugleika.
ATH að hóp- og neyðarstjórnunarnámskeiðið er styrkhæft hjá Sjómennt!
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sjómenntar.