Translate to

Fréttir

Neita að taka þátt í verðkönnun ASÍ !

Verslanirnar Kostur, Samkaup Úrval og Víðir neituðu að taka þátt í verðkönnun ASÍ föstudaginn 26. október. Forsvarsmenn umræddra verslana telja það ekki þjóna hagsmunum sínum að verðlageftirlit ASÍ upplýsi neytendur um verð í verslunum þeirra. Tilgangur könnunarinnar var að skoða hvort merkjanlegur munur væri á verði matvöru á föstudegi eða laugardegi.

Af þeim matvörum sem skoðaðar voru hækkaði verðið mest á iceberg salati, blómkáli, tómötum og agúrku hjá versluninni Nettó Mjódd eða um 43% milli daga. Aðrar vörur sem hækkuðu milli daga voru t.d. Myllu hveitibrauð sem hækkaði um 12% hjá Krónunni og Holta kjúklingapylsur um 15% hjá Nóatúni. Mesta lækkunin á milli kannanna var á kartöflum í lausu eða um -30% hjá Nettó. Sem dæmi um aðrar vörur sem lækkuðu í verði eru t.d. Bíó bú kókosjógúrt sem lækkaði um -6% hjá Nóatúni og jarðaberja Húsavíkurjógúrtið sem lækkaði um -8% hjá Bónus.  Nánar má lesa um könnunina á heimasíðu ASÍ.

 


Deila