Translate to

Fréttir

Niðurstaða samninganefndar Verk Vest verður gerð opinber 13. júlí

Frá fundi stjórnar og trúnaðarráðs Frá fundi stjórnar og trúnaðarráðs
Á fundi samninganefndar Verkalýðsfélags Vestfirðinga þann 25. júní sl. kynnti formaður félagsins samkomulag ASÍ og SA og einnig stöðugleikasáttmála milli aðila vinnumarkaðarins og rískisstjórnarinnar.  Það má vera ljóst á sáttmálanum að landsmenn munu ekki fara varhluta af þeim gríðarlega niðurskurði sem og þeim skattahækkunum sem þar eru boðaðar. En einnig má vera ljóst að ef samkomulag um breytingar á kjarasamningi hefði ekki náðst þá gæti staða launamanna orðið mun verri. Þess ber þó að geta að samkomulagið felur í sér frestun á endurskoðunarákvæði kjarasamninga sem þurfa að liggja fyrir eigi síðar en 27. október nk. 

Á fundinum var lögð fram tillaga þess efnis að samninganefnd félagsins, sem er kosin af félagsmönnunum sjálfum, kysi um afgreiðslu samkomulagsins, enda er samninganefnd félagsins æðsta vald þess í samningamálum. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þá greiddi samninganefndin einnig atkvæði um samkomulagið og hefur niðurstaða hennar verið send til þeirra landssambanda sem félagið er aðili að og samkomulagið tekur til. Niðurstaða aðildarfélaga ASÍ verður tilkynnt opinberlega þann 13. júlí nk. og þá mun niðurstaða samninganefndar Verk Vest einnig gerð opinber hér á síðunni. Aðiliar samkomulagsins hafa frest til 17. júlí nk. að tilkynna hvort samkomulaginu verði hafnað eða það samþykkt. 

 
Deila