Niðurstaða samninganefndar Verk Vest verður gerð opinber 13. júlí
Á fundinum var lögð fram tillaga þess efnis að samninganefnd félagsins, sem er kosin af félagsmönnunum sjálfum, kysi um afgreiðslu samkomulagsins, enda er samninganefnd félagsins æðsta vald þess í samningamálum. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þá greiddi samninganefndin einnig atkvæði um samkomulagið og hefur niðurstaða hennar verið send til þeirra landssambanda sem félagið er aðili að og samkomulagið tekur til. Niðurstaða aðildarfélaga ASÍ verður tilkynnt opinberlega þann 13. júlí nk. og þá mun niðurstaða samninganefndar Verk Vest einnig gerð opinber hér á síðunni. Aðiliar samkomulagsins hafa frest til 17. júlí nk. að tilkynna hvort samkomulaginu verði hafnað eða það samþykkt.