Translate to

Fréttir

Ný deildarstjórn Sjómannadeildar kosin

Ný deildarstjórn Sjómannadeildar kosin var kosin til tveggja ára á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var 2. Jóladag. Stjórn deildarinnar skipa:

  • Formaður: Sævar Gestsson
  • Varaformaður: Grétar Þór Magnússon
  • Meðstjórnandi: Hörður Snorrason
  • Varamaður: Ómar Sigurðsson
  • Varamaður: Jón B. Hermannsson

Við óskum þeim til hamingju með kjörið og velfarnaðar í störfum fyrir félagið. Einnig þökkum við fráfarandi stjórnarmönnum, Höskuldi Gunnarssyni og Ólafi Kr. Skúlasyni, óeigingjörn störf í þágu félagsins um árabil og óskum þeim alls hins besta.

Hlutverk stjórnar sjómannadeildar Verk Vest er að vinna að hagsmunamálum sjómanna í víðu samhengi, þar með talið kjarasamningum og öðrum sérhagsmunamálum stéttarinnar. 

Deila