Translate to

Fréttir

Ný evrópsk rannsókn - stéttarfélög sanna gildi sitt

Farið yfir nýgerðan kjarasamning á vinnustað. Stéttarfélagsþátttaka er 85% á Íslandi. Farið yfir nýgerðan kjarasamning á vinnustað. Stéttarfélagsþátttaka er 85% á Íslandi.

Ný umfangsmikil rannsókn um evrópska vinnumarkaðinn sýnir að stéttarfélög hafa mikil áhrif á það hvort vinnuaðstæður starfsmanna eru góðar eða ekki. Þar sem starfsmenn eru í stéttarfélögum er misrétti mun minna en annarsstaðar og vinnuaðstæður mun betri. Ráðherranefnd Evrópusambandsins, sem lét gera skýrsluna, segir engan vafa leika á að sterk stéttarfélög leiki lykilhlutverk í því að skapa heilbrigðan vinnumarkað. Þau geri samfélagið ríkara, réttlátara og heilbrigðara.

Þar sem stéttarfélög eru sterk eru misrétti og undirboð ýmis konar mun fátíðari en þar sem verkalýðsfélögin eru veik. Stéttarfélögin hafa einnig jákvæð áhrif á öryggi og heilbrigði á vinnustöðum. Þau veita vinnuveitendum heilbrigt aðhald, til heilla fyrir allt þjóðfélagið. Það sé því áhyggjuefni, segir í skýrslunni, að félögum í stéttarfélögum skuli fara fækkandi í mörgum Evrópulöndum. Þannig er stéttarfélagsþátttaka í níu löndum undir 20% en í fimm löndum er hún reyndar yfir 50% sem sé fagnaðarefni. Þess má geta að Ísland á líklega heimsmet í stéttarfélagsþátttöku en hér er hún um 85%.

Lesa má meira um skýrslu ráðherranefndarinnar hér.

Deila