Ný pökkunar vél hjá Mjólkurstöðinni
Á dögunum var tekin í notkun ný pökkunar vél hjá Mjólkurstöðinni á Ísafirði. Með tilkomu vélarinnar má segja að styrkari stoðum hafi verið skotið undir að sú starfsemi sem hér fer fram verði áfram í heimabyggð. Töluverð fyrirhöfn var að ná vélinni hingað vestur, en hún hafði verið föst á Akureyri frá því í vor. Þá er einnig tryggt að gömlu góðu fernurnar verði enn við líði hér fyrir vestan og það sem betra er nú þarf ekki að treysta á rjómasendingar úr Reykjavík. Í nýju vélinni verður einnig pökkuð skólamjólk, sem hefur líkt og rjóminn var send úr Reykjavík í pelastærð. Mitt í krepputalinu þá er nauðsynlegt að heyra að verið sé að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulíf í fjórðungnum, nóg er nú svartsýnistalið úr öllum áttum.