Ný spá hagdeildar ASÍ staðfestir miklar þrengingar framundan
Útlit er fyrir að atvinnuleysi verði 9-10% næstu misserin þótt heldur dragi úr þegar líða tekur á spátímabilið. Háir vextir, veik króna, takmarkað aðgengi að lánsfé og minnkandi eftirspurn gerir rekstrarskilyrði fyrirtækja erfið. Þungar vaxtagreiðslur, vaxandi útgjöld vegna atvinnuleysis og samdráttur í tekjum valda verulegum hallarekstri hjá hinu opinbera á næstu árum. Til þess að ná sem fyrst jöfnuði á ný í rekstri ríkis og sveitarfélaga er óumflýjanlegt að auka skatttekjur og draga umtalsvert úr útgjöldum hins opinbera. Verðbólga hjaðnar og verður komin í 4% í árslok og gengi krónunnar verður stöðugra en helst áfram hátt.
Hægt er að nálgast hagspá ASÍ hér.