Translate to

Fréttir

Nýir launataxtar á vefnum

Launataxtar fiskvinnslufólks hækka um 11.000 á mánuði og fastur bónus um a.m.k. 9 kr. á tímann. Launataxtar fiskvinnslufólks hækka um 11.000 á mánuði og fastur bónus um a.m.k. 9 kr. á tímann.
Föstudaginn 1. febrúar koma til framkvæmda nýir kauptaxtar fyrir þá sem starfa  í landi á almenna markaðinum. Þessir kauptaxtar gilda frá 1. febrúar 2013 til og með 30. nóvember 2013.
Launataxtar - og lágmarkslaun - hækka um kr. 11.000 á mánuði og almenn laun um 3,25% auk þess sem reiknitölur og föst álög hækka um 3,25%. Hækkun á föstum álögum, t.d. föstum bónus, verður þó ekki minni en 9 kr.

Starfsmenn ríkis og sveitarfélaga fá launahækkun eftir einn mánuð, 1. mars. Kauptaxtar breytast ekki hjá sjómönnum.

Nýju launatöflurnar eru komnar á vefiinn hjá okkur og hægt að nálgast þær undir Kjaramál/kaupgjaldsskrár hér til vinstri.
Deila