mánudagurinn 24. mars 2014

Nýjar launatöflur á vefnum

Þann 1. mars s.l. hækkuðu laun starfsmanna sveitarfélaga skv. kjarasamningi og hefur ný launatafla verið sett inn á vefinn. Einnig hefur náðst samkomulag við LÍÚ um að hækka kauptryggingu og aðra kaupliði hjá sjómönnum um 2,8%, sem var almenn hækkun í nýgerðum kjarasamningum á almenna markaðnum. Hækkunin tók gildi 1. mars og ný launatafla sjómanna er komin á vefinn.
Þá hefur verið gerður nýr kjarasamningur við Bændasamtökin um kjör starfsmanna á bændabýlum og ný launatafla skv. honum er einnig komin á vefinn. Lesa má um samninginn á vef Starfsgreinasambandsins hér.
Launatöflurnar eru undir liðnum Kjaramál/Kaupgjaldsskrár í dálkinum til vinstri.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.