Translate to

Fréttir

Nýr kjarasamningur við Samband sveitarfélaga

Fyrr í dag var undiritaður nýr kjarasamningur milli Sarfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn er framlenging á launatöflusamningi sem gildir til 30. september og gildir nýr samningur til 31. mars 2024. Helstu atriði samningsins varða kjarabætur fyrir einstök starfsheiti á leikskólum og í heimaþjónustu ásamt því að ný launatafla með starfaröðun upp í launaflokk 200 mun taka gildi frá 1. október. Þá hefur hagvaxtarauki hefur verið reiknaður inn í nýja launatöflu ásamt því að sérstakar launauppbætur koma á launaflokka frá 117 - 130. Persónuuppbót hækkar og verður kr.131.000. Ýmsar breytngar voru gerðar á umhverfi vaktavinnufólks og má í því samhengi nefna að nú verður vaktahvatanum ætlað að tryggja jafnari vaktahvata til handa þeim hópi sem er með mestan fjölda og fjölbreytileika vakta á hverju launatímabili. 

Kynningarefni um helstu atriði.

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning hefst kl.12.00 fimmtudaginn 14. september og lýkur kl.09:00 þann 26. september 2023. 

Deila