Nýr kjarasamningur við Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum undirritaður
Á föstudaginn 5. júlí var undirritaður nýr kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Verkalýðsfélags Vestfirðinga f.h. starfsfólks. Nýr samningur er í anda kjarasamnings SGS varðandi launaliðinn og eru launahækkanir því sambærilegar í krónum og prósentum. Kjarasamningurinn gildir afturvikt frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028 með fjórum launahækkunum og þá síðustu 1. janúar 2027.
Kjarasamningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá starfsfólki og á að vera lokið föstudaginn 12. júlí kl.16.00.
Hér má nálgast kynningu á nýjum kjarasamningi Þörungaverksmiðjunnar.