Nýr kjarasamningur við sveitarfélögin samþykkur með miklum meirihluta
Atkvæðagreiðlsu um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin lauk kl. 09:00 í morgun. Talningu atkvæða er lokið og var hann samþykktur með 84,27% atkvæða.
Á kjörskrá hjá SGS voru 3972 manns
693 greiddu atkvæði, eða 17,45%
Já sögðu 584 – eða 84,27%
Nei sögðu 72 – eða 10,39%
37 tóku ekki afstöðu – eða 5,34%
Nýr kjarasamningur gildir frá 1. apríl og ber að leiðrétta laun frá þeim tíma.