Kristjana, Gunnar Karl, Guðmundur Bjarnason, maður Kristjönu, og Friðrik Sigurðsson (Iddi)
það var vetrarlegt um að litast í Flókalundi í blíðunni á sumardaginn fyrsta
Gunnar Karl Gunnarsson sem verið hefur umsjónarmaður orlofsbyggðar stéttarfélaganna í Flókalundi óskaði fyrr í vetur eftir lausn frá störfum sem umsjónarmaður. Ákveðið hefur verið þau sem hafa leyst Gunnar Karl af undanfarin sumur verði ráðin í hans stað. Nýtt umsjónarfólk ætti að vera mörgum Vestfirðingum að góðu kunn en þau eru Kristjana Jónatansdóttir, dóttir Tana í ríkinu, og Friðrik Sigurðsson, betur þekktur sem Iddi. Ekki dugði minna en tveir umsjónarmenn til að sjá um byggðina enda Gunnar Karl tveggja manna maki hið minnsta. Nýtt umsjónarfólk mun hefja störf við byggðina frá og með 1.maí, en ráðgert er að opna orlofsbyggðina þann 21.maí nk. þ.e. um Hvítasunnuna.