Translate to

Fréttir

OPINN KYNNINGARFUNDUR Á DIPLÓMANÁMI Í VIÐSKIPTAFRÆÐI OG VERSLUNARSTJÓRNUN

Nú er að fara af stað nýtt Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun sem byggir á ítarlegri greiningu á starfi verslunarstjóra. Námið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík og starfsmenntasjóðanna SVS og SV.   

Í tilefni þessa sóknartækifæris fyrir verslunarstjóra hefur stjórn SVS ákveðið að niðurgreiða skólagjöld fyrir nemendur í fyrsta hópnum um 50.000 kr. á önn fyrir félagsmenn VR og LÍV. Þar að auki geta einstaklingar og fyrirtæki sótt um sameiginlegan styrk og nýtt rétt sinn í Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks. Nánari upplýsingar um styrki og umsóknir er að finna á starfsmennt.is. Hér fyrir neðan má finna nánari kynningu á náminu.   Umsóknarfrestur rennur út þann 22. janúar næstkomandi.   Láttu þetta tækifæri ekki framhjá þér fara!

Tilvalin leið fyrir verslunarstjóra til þess að nýta reynslu sína og þekkingu til þess að bæta við sig námi.

Nánar um námið á vef Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík

Fyrir félagsmenn sem vilja taka þátt í fundinum um streymi er nauðsynlegt að skrá sig hér

Deila