Stjórn sjúkrasjóðs Verk Vest afhenti öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar á Patreksfirði veglegann flatskjá ásamt veggfestingum að gjöf. Tækið sem var fyrir var nánast ónýtt og ekki fyrirsjáanlegt að farið yrði í endurnýjun eftir niðurskurðartillögur til heilbrigðismála á Vestfjörðum. Vistmenn voru að vonum mjög þakklátir með framtakið enda nýja tækið allt hið vandaðasta. Starfsfólk og vistmenn eru mjög ánægð með þessa rausnarlegu gjöf og senda félaginu bestu þakkir fyrir. Á myndinni má sjá Halldór Gunnarsson deildarformann á Patreksfirði ásamt Úlfari Thoroddsen, framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði og Sigríði Karldóttur yfirhjúkrunarfræðingi þegar gjöfin var afhent.