Opinn fundur Trúnaðarráðs og aðalfundur deilda
Opinn fundur Trúnaðarráðs og aðalfundur deilda annarra en sjómannadeildar verður haldinn mánudaginn 27. janúar klukkan 18:00 í fundarsal Verk Vest í Alþýðuhúsinu á Ísafirði (efsta hæð í bíóinu).
Lögð verður fram tillaga kjörnefndar um fulltrúa í stjórn og trúnaðarstöður hjá félaginu.
Kosið verður í deildarstjórnir í eftirfarandi deildum:
- Iðnaðardeild
- Matvæla- og þjónustudeild
- Opinber deild
- Verslunar- og skrifstofudeild
Samkvæmt 4. gr. laga félagsins um skiptingu deilda og hlutverk skal kjósa þrjá aðalmenn og tvo varamenn í stjórn hverrar deildar, en deildirnar hafa með höndum sérmál sinna deilda og formenn deildarstjórna sitja einnig í félagsstjórn.
Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í störfum félagsins. Þeir félagsmenn sem óska eftir að vera í fjarfundi þurfa að skrá sig með amk dags fyrirvara með tölvupósti á finnbogi@verkvest.is og gefa upp nafn, kennitölu, síma og netfang.
Við minnum á rafrænu félagsskírteinin sem má nálgast hér.