Translate to

Fréttir

Opinn fundur stjórnar og trúnaðarráðs

Stjórn Verk Vest boðar til opins fundar stjórnar og trúnaðarráðs á Hótel Ísafirði þriðjudaginn 16. apríl kl.18.00.

 

Dagskrá:

1.       Kynning á breytingum á lögum um kynjakvóta í stjórnum lífeyrissjóða

2.       Kosning fulltrúaráðs Verk Vest til setu á aðalfundi Lífeyrissjóðs Vestfirðinga

3.       Stefnumótunarvinna um breytingar á skipulagi félagsins, lögum og starfsreglum

 

Boðið verður upp á kvöldverð á Hótel Ísafirði í fundarhléi. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku á skrifstofu félagsins eigi síðar en mánudaginn 15. apríl í síma 4565190 eða á postur@verkvest.is.

 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og hafa áhrif á stefnumótunarvinnuna sem og kosningar til fulltrúaráðsins.

 

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga.

Deila