Translate to

Fréttir

Orlof og orlofsbót 2008

Gott að láta sig dreyma ! Gott að láta sig dreyma !

 

 

Auglýsingu um orlof og orlofsbót félagsmanna Verk Vest hefur verið sett á síðuna undir Tilkynningar. Þar er að finna helstu upplýsingar um lágmarksorlof ásamt orlofi sem tengist lengri starfsaldri, þessar breytingar tóku gildi 1.maí 2008 samkvæmt nýgerðum kjarasamningum. Eins og glöggir lesendur sjá þá eru ekki settar inn orlofsuppbót vegna starfsmanna hjá ríkisstofnunum, enda ósamið fyrir þann hóp þegar þessi orð eru skrifuð. Frekari upplýsingar um reglur varðandi orlof og orlofsuppbót félagsmanna er hægt að fá á skrifstofu félagsins.



ORLOFSUPPBÓT 2008


Hjá verkafólki og ófaglærðir á ríkisstofnunum- kr. 24.300

Hjá verslunar og skrifstofufólki - kr. 18.400

Starfsmenn sveitarfélaga - kr. 23.600

Hjá iðnaðarmönnum - kr. 24.300

Iðnnemar fá nú sömu orlofs- og desemberuppbót og aðrir.

Deila