Orlof og orlofsuppbót 2009
Helstu breytingar sem verða á þessu orlofsári er að hjá verslunar- og skrifstofufólki ásamt iðnaðarmönnum sem hafa starfað 5 eða 10 ár hjá sama fyrirtæki bætist við 1 dagur. Þannig verður t.d. heildar orlofsréttur eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki 30 dagar og 13,04% orlofslaun.
Þá er einnig rétt að minna á orlofsuppbótina en hækkunum sem þar eiga að koma inn samkvæmt gildandi kjarasamningi hefur ekki verið frestað. Orlofsuppbótina ber að greiða þann 1. júní ár hvert til allra starfsmanna sem hafa verið samfellt í starfi hjá sama atvinnurekenda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum. Greiðslan skal miðuð við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu.
ORLOFSUPPBÓT 2009
Hjá verkafólki - kr. 25.200
Hjá verslunar og skrifstofufólki - kr. 19.000
Starfsmenn sveitarfélaga - kr. 25.200
Hjá iðnaðarmönnum - kr. 25.200
Iðnnemar fá sömu orlofsuppbót og aðrir.
Nánari upplýsingar má finna í tilkynningadálknum á síðunni.