Translate to

Fréttir

Orlofsfréttabréf – félagsskírteini

Nýja húsið Svignaskarði Nýja húsið Svignaskarði
Stofa Svignaskarð - nýja húsið Stofa Svignaskarð - nýja húsið
Furulundur Akureyri Furulundur Akureyri
Ölfusborgir eftir endurnýjun Ölfusborgir eftir endurnýjun
Ölfusborgir eftir endurnýjun Ölfusborgir eftir endurnýjun
Úr Flateyjarferð Verk Vest 2008 Úr Flateyjarferð Verk Vest 2008

Félögum í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga ætti nú að hafa borist fréttabréf orlofsnefndar ásamt umsóknum um sumbústaði sem félagsmönnum standa til boða sumarið 2009. Umsóknunum þarf að skila inn fyrir 2.apríl 2009.  Þess má geta að í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi sl. sumar, þá var ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á húsum okkar í Ölfusborgum.  Munar þar mest um breytingu á eldhúsum þar sem allt var endurnýjað, þá voru svefnherbergi stækkuð og rúm endurnýjuð.  

 

Félagar í Verk Vest geta nú fengið keypta gistimiða hjá Edduhótelum og Fosshótelum, miðarnir eru seldir á skrifstofu félagsins á Ísafirði. Þá hafa einnig verið gerðir samningar við Bílaleigu Akureyrar og Hertz bílaleigu um afslætti fyrir félagsmenn gegn framvísun félagsskírteinis. 

 

Orlofsnefnd hefur ákveðið að bjóða upp á fjölskyldudag í Raggagarði í Súðavík, einnig verður farið í rútuferð um Ísafjarðardjúp í sumar, nánari upplýsingar má finna í Orlofsfréttabréfinu og á skrifstofu félagsins. Þá er hugmyndin að farið verði í lengri ferð í Eyjafjörð og út í Grímsey ef næg þátttaka næst.  Þar sem borgarferð til Kraká í október 2008 þótti gefast vel eru félagsmenn hvattir til að hafa samband við skrifstofu félagsins með hugmyndir um næstu borgarferð.    

 

Einu breytingarnar á verðskrá frá síðasta ári er 1000 kr. hækkun vikuleigu í Ölfusborgum, en stjórn félagsins lagði áherslu á að verðin yrðu sem næst óbreytt frá síðasta orlofsári. Endurnýjuð félagsskírteini sem gildir til febrúar 2011 hefur einnig verið sent til félagsmanna.
Deila