Translate to

Fréttir

Orlofssjóður Verk Vest stendur í stórræðum

Stofa og borðkrókur á Illugastöðum Stofa og borðkrókur á Illugastöðum
Séð inn á baðhebergi á Illugastöðum Séð inn á baðhebergi á Illugastöðum
Stofan í Branaborg eftir endurnýjun Stofan í Branaborg eftir endurnýjun
Eldhúsið í Bjarnaborg Eldhúsið í Bjarnaborg
Eitt af svefnherbergjunum í Bjarnaborg Eitt af svefnherbergjunum í Bjarnaborg

Unnið hefur verið að endurbótum á nokkrum af sumarbústöðum félagsins, má þar nefna að að húsið á Illugastöðum var endurnýjað nánast frá grunni, en engar endurbætur höðu verið gerðar á húsinu undan farin ár.  Í dag er bústaðurinn allur hinn glæsilegasti, öll húsgögn og tæki endurnýjuð enda ekki vanþörf á. Eftirleiðis ætti því ekki að væsa um félagsmenn okkar sem dvelja þar. 

Þá hefur orlofsíbúðin í Bjarnaborg á Suðureyri verið tekin í gegn, en hún verður í sumarleigu til Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði í sumar.  Einnig eru nýhafnar endurbætur á öðru húsi félagsins á Einarsstöðum og er ráðgert að þeim framkvæmdum verði lokið áður en sumarvertíðin hefst. Áður var lokið endurnýjun á húsum félagsins í Ölfusborgum sem ráðist var í í kjölfar jarðskjálftanna á suðurlandi í lok maí 2008.

Deila