Translate to

Fréttir

Orlofsuppbót og persónuuppbót 2025

Verkalýðsfélag Vestfirðinga vill minna félagsfólk á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót,en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að gerða starfsfólki sínu 1.maí eða 1.júni ár hvert.

Veitið því sértaka athygli hvort þessi greiðsla skili sér ekki örugglega með því að fara yfir launaseðil af kostgæfni. Leiki vafi á að orlofsuppbót hafi ekki verið rétt greidd út eða aðrar spurningar vakna er félagsfólki bent á að hafa samband við trúnaðarmenn á vinnustöðum sínum eða stéttarfélagið sjálft.

Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv.öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Á almenna markaðinum kr 60.000 miðað við fullt starf, greiðist 1.júni reiknivél á vef sgs

Hjá ríkinu kr 60.000 miðað við fullt starf Uppbótin greiðist 1.júni  reiknivél á vef

Hjá sveitarfélögum kr 59.500 miðað við fullt starf reiknivél á vef

 

 

Deila