Translate to

Fréttir

Örvun hagkerfisins nauðsynleg

ljósm. Ragnar F. Valsson ljósm. Ragnar F. Valsson
Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga fer yfir það í pistli hér á síðunni að ráð- og stefnuleysi megi ekki ráða för þrátt fyrir að mikið gangi á í pólitíkinni. Leita verði leiða til að örva hagkerfið og skapa atvinnumöguleika með því að boða til sóknar í framkvæmdum á vegum ríkis og sveitafélaga. Þegar pistillinn var skrifaður hékk líf ríkisstjórnarinnar á bláþræði, sá þráður reyndist svo veikur að nú hefur hann slitnað og hefur verið bundinn endi á líf ríkisstjórnarinnar. 

Almenningur hefur ítrekað kallað eftir stefnu og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í atvinnu- og efnahagsmálum en lítið hefur sést á spil þeirra sem halda um stjórnartaumana er varðar skýra stefnu um aðgerðir.      

..."Það eru engar ýkjur að segja að þátttöku ríkisins í þessum viðræðum hafi sárlega vantað, og taka þannig undir með ályktun Kennarasambands Íslands frá 22. janúar sl. Enda hafa bæði samtök launþega og vinnuveitanda reynt að koma auga á stefnu og sýn ríkisstjórnarinnar í þessum viðræðum án árangurs. Þar er einnig hvatt til að samstaða launþega og samtaka þeirra haldi áfram á þessum erfiðu tímum. Öllum ætti að vera ljóst að það er samtakamáttur og ekkert annað sem mun skila launþegum árangri í viðræðum við vinnuveitendur. Baklandið þarf að þjappa sér saman og styðja við forustuna jafnframt því að veita henni nauðsynlegt aðhald með gagnvirkri umræðu um kjaramálin."  Enn fremur segir í niðurlagi pistilsins ..."Almenningur hefur kallað eftir stefnu og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í atvinnu- og efnahagsmálum. Það eitt að hafa örvun atvinnulífsins og hag heimilanna að leiðarljósi gæti skilað ríkisstjórninni nokkuð áleiðis í þessari baráttu.  Þessi örvun myndi einnig skila tekjum í ríkissjóð, en aðgerðarleysi og botnfrosið atvinnulíf gerir það sannarlega ekki."  Lesa má pistilinn hér í heild sinni.        
Deila