Translate to

Fréttir

Ósátt við starfslokasamning framkvæmdastjóra SGS

Frá stjórnarfundi hjá Verk Vest fyrr í vetur Frá stjórnarfundi hjá Verk Vest fyrr í vetur

Vegna frétta og blaðaskrifa um starfslok framkvæmdastjóra SGS sem komu til í kjölfar endurskoðunarskýrslu Deloitte á fjármálum Starfsgreinasambands Íslands (SGS ) hafa stjórnarmenn í Verk Vest ákveðið að senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

"Undirritaðir stjórnarmenn í Verk-Vest lýsa furðu sinni yfir starfslokasamningi við framkvæmdastjóra SGS

og hvernig tekið hefur verið á málum er varða ýmsa óútskýrða kostnaðarliði og úttektir fyrrverandi framkvæmdarstjóra SGS.

Lýst er yfir fullum stuðningi og trausti til þeirra þriggja formanna er haldið hafa réttlætinu í málinu á lofti.

Verkafólk á hinum lágu launum finnst þyngra en tárum taki að svona sé farið með fjármuni þeirra."

 

Ólafur Baldursson varaformaður (sign)

Eygló Jónsdóttir gjaldkeri (sign)

Gunnhildur Elíasdóttir ritari (sign)

Finnur Magnússon form. Verslunardeildar (sign)

Eiríkur Ragnarsson form. Súðavíkurdeildar (sign)
Ingvar Samúelsson form. Reykhóladeildar (sign)

Hilmar Pálsson meðstjórnandi (sign)

Kári Þ. Jóhannsson varaform. Baldurs (sign)

Formaður Verk Vest var einn þessara þriggja fomanna sem vildu að réttlætið næði fram að ganga í málinu og það yrði kært til lögreglu. Farið var yfir málavöxtu hér á síðunni fyrir nokkru eftir að blaðaskrif félagsmanns í Starfsgreinasambandi Íslands birtust í Morgunblaðinu laugardaginn 28. maí. 

Deila