Translate to

Fréttir

Óvægin umræða á samfélagsmiðlum

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hefur til meðferðar mál skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270 og vill beina eftirfarandi tilmælum til þeirra sem vilja láta sig þetta mál varða:

Málið er litið mjög alvarlegum augum hjá félaginu og verður málið unnið með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. Hins vegar hefur mjög óvægin og oft á tíðum ósmekkleg umræða átt sér stað á samfélagsmiðlum. Staðreyndir málsins einar og sér eru alvarlegar, en það að kasta fram óábyrgum athugasemdum og fara í persónuárásir gera málinu ekki gagn á neinn hátt og eru frekar til þess fallnar að leiða umræðuna frá staðreyndunum og skapa úlfúð í okkar samfélagi. Þess vegna óskar Verkalýðsfélag Vestfirðinga eftir því að við öll tjáum okkur með ábyrgum hætti og sýnum háttvísi.

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verk Vest.

Bergvin Eyþórsson, varaformaður Verk Vest.

Deila