Perlufiskur - Hótar að segja upp öllu starfsfólki !
Í fréttum svæðisútvarps Vestfjarða kemur fram sú ósmekklega hótun framkvæmdarstjóra Perlufisks á Bíldudal að öllu starfsfólki verði sagt upp verði byggðarkvóti lagður af. En eingöngu 20% af hráefnisöflun Perlufisks treystir á byggðarkvóta að sögn framkvæmdarstjóra Perlufisks. Þetta kemur fram í viðtali sem svæðisútvarp Vestfjarða átti við framkvæmdarstjóra fyrirtækisins, viðtalið í heild má nálgast hér.
Þess má geta að forsvarsmenn Perlufisks hafa þegar haft samband við Verkalýðsfélag Vestfirðinga vegna hópuppsagna starfsfólks.
Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur þegar sent Bæjarstjóra Vesturbyggðar erindi vegna málsins. Í erindinu er þeim orðum er beint til bæjarstjórnar og atvinnumálanefndar Vesturbyggðar að ganga þannig fram í málinu að störf fólksins hjá Perlufiski verði varin með öllum hugsanlegum ráðum.