Translate to

Fréttir

Raforka hjá Rarik í dreifbýli hækkar mest

Heildar raforkukostnaður hjá heimilum landsins hefur hækkað frá því í ágúst 2013 m.v. 4.000 kWst. notkun á ári. Mest hefur raforkukostnaðurinn hækkað hjá viðskiptavinum Rarik dreifbýli/Orkusalan eða um 6,6%, Rafveita Reyðarfjarðar hefur hækkað um 2,8% og Orkuveita Reykjavíkur/Orka Náttúrunnar um 1,3%. 
 
Það hafa ekki allar dreifiveiturnar hækkað verðið en mest hækkar Rarik dreifbýli um 9%, Rafveita Reyðarfjarðar um 2,8%, OR um 2,1% og HS veita um 0,4%. Verð á raforkunni hefur hækkað hjá öllum raforkusölum að lámarki um 0,08%, en Rafveita Reyðarfjarðar hefur hækkað um 2,47%. Benda má á að skattur á raforkusölu, umhverfis- og auðlindaskatturinn var hækkaður um áramót úr 0,126 kr. á kWst. í 0,13 kr. á kWst. 
 
Heildarkostnaður fyrir flutning, dreifingu og raforku til almennra heimilisnota fyrir heimili í þéttbýli, er hæstur hjá viðskiptavinum Rarik þéttbýli/Orkusalan eða 73.089 kr. en lægstur er kostnaðurinn hjá Norðurorku/Fallorku 62.319 kr. Verðmunurinn er 10.770 kr. eða 17%.
 
Heildarkostnaður fyrir flutning, dreifingu og raforku til almennra heimilisnota fyrir heimili í dreifbýli kostar 94.564 kr. á svæði Orkubús Vestfjarða - dreifbýli og 100.322 kr. hjá Rarik dreifbýli/Orkusalan en þá hefur verið tekið tillit til sérstaks dreifibýlisframlags sem er framlag ríkisins til að niðurgreiða dreifingu á raforku.Kostnaður við flutning og dreifingu raforku hefur hækkað mest hjá Rarik dreifbýli eða um 9% en engin hækkun hefur verið hjá Rarik–þéttbýli, Norðurorku, Orkubúi Vestfjarða þéttbýli/dreifbýli.

Ódýrast er að kaupa orkuna hjá Orkubúi Vestfjarða-þéttbýli/dreifbýli, þar sem kostnaðurinn er 25.050 kr. en dýrast er að kaupa hana frá Orkuveitu Reykjavíkur og HS orku en þar kostar árið það sama eða 26.154 kr., munur á hæsta og lægsta verði er 1.104 kr. eða tæplega 4%.

Nánar er sagt frá verðkönnuninni á heimasíðu ASÍ.
Deila