Rafræn atkvæðagreiðsla um ótímabundið verkfall sjómanna í Verk Vest
Rafræn atkvæðagreiðsla um ótímabundið verkfall sjómanna í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga hefst kl.14.00 í dag mánudaginn 19. september. Kosningin stendur til kl.12:00 mánudaginn 17. október.
- Allir atkvæðisbærir félagsmenn/sjómenn í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga fá sent bréf um framvindu samningaviðræðnanna við SFS auk leyniorðs sem nota má við atkvæðagreiðsluna.
- Félagsmaðurinn fer inn á heimasíðu Verkalýðsfélags Vestfirðinga www. verkvest.is og smellir þar á skilti sem á stendur:
Atkvæðagreiðsla um ótímabundið verkfall sjómanna
- Þá opnast þessi gluggi sem eftir innskráningu opnar leið að atkvæðaseðli:
ATH. ekki verður hægt að greiða atkvæði fyrr en eftir kl.14:00 í dag.
Hægt er að auðkenna sig/skrá sig inn til að greiða atkvæði með því að slá inn kennitöluna sína og síðan leyniorðið sem viðkomandi fékk sent í kynningarbréfinu. Einnig er hægt að auðkenna sig beint með innskráningu á island.is þ.e. með Íslykli eða rafrænum skilríkjum á farsíma. Þeir sem týna bréfinu með lykilorðinu og þeir sem kært hafa sig inn á kjörskrá geta einungis greitt atkvæði með innskráningu á island.is.
Opnast nú Atkvæðaseðill Þar er merkt í Já eða Nei eða Skila auðu og atkvæðinu skilað með því að smella á „Skrá atkvæði“.
Félagsmaður sem telur sig eiga atkvæðisrétt en er ekki inni á kjörskrá verður að hafa samband við sitt félag og framvísa þar tilskyldum gögnum t.d. launaseðlum sem kjörstjórn tekur gild og úrskurðar í framhaldinu félagsmanninn inn á kjörskrá. Þá getur hann kosið en nú aðeins með Íslykli eða rafrænum skilríkjum á farsíma eins og fyrr segir.