Translate to

Fréttir

Rafræn atkvæðagreiðsla um sveitafélagasamningana

Félagsmenn í Verk Vest sem starfa eftir kjarasamningum við sveitafélögin eru beðnir að hafa í huga að opnað verður fyrir rafræna atkvæðagreiðslu á hádegi föstudaginn 11. júlí kl. 12:00. Kynningarefnið ásamt bréfi og lykilorði fer í póst  miðvikudaginn 9. júlí og ætti að berst félagsmönnum öðru hvoru megin við komandi helgi. 

Netkosning

Á forsíðu SGS.is verður fastur borði dagana sem kosningin fer fram þar sem hægt er að smella á og greiða atkvæði. Það er gert í nokkrum skrefum:

  • Fyrst er kynningarsíða þar sem atkvæðagreiðslan er útskýrð og hægt er að nálgast samninginn sjálfan og ítarefni.
  • Næst er smellt á „Greiðið atkvæði hér“ og þar skráir félagsmaðurinnn sig inn með kennitölu og lykilorðinu sem þeir fengu sent í pósti.
  • Þá opnast inn á atkvæðaseðilinn sjálfan.

Utankjörfundur

Verk Vest verður með opið fyrir utankjörfundarkosningu á skrifstofum félagsins á Ísafirði og Patreksfirði á opnunartíma á hvorum stað. Þeir sem vinna hjá sveitafélögum á félagssvæði Verk Vest og eru félagsmenn en hafa ekki fengið send kjörgögn geta kært sig inn á kjörskrá og kosið utan kjörfundar hjá félaginu.

Eftir að félagsmaður hefur greitt atkvæði utan kjörfundar setur hann atkvæðaseðilinn í lítið umslag merkt „atkvæðaseðill“. Það umslag er sett í stærra umslag og utan á það skal skrá nafn og kennitölu þess sem kýs. Það umslag er svo aftur sett í enn stærra umslag og sem er sent til SGS. Atkvæði þurfa að hafa borist til SGS fyrir hádegi 22. júlí. Félagsmenn eru hvattir til að bregðast vel við og greiða aðtkvæði sem fyrst eftir að kjörgögn berast.

Deila